Announcement: Pakkhúsið

Vertu velkomin/n á heimasíðu Pakkhússins í Hafnarstræti 19 á Akureyri.
Pakkhúsið er fjölnota hús á tveimur hæðum staðsett í hjarta bæjarins.
Pakkhúsið er ný-uppgert og hefur húsið verið fært í sitt upprunaleg horf en eins og nafnið gefur til kynna var húsið upphaflega danskt Pakkhús, byggt árið 1913 af Höepfner kaupmanni.

Posted in Forsida | Comments Off on Announcement: Pakkhúsið

Sumarið á enda…

This gallery contains 1 photo.

Sumarið er búið að vera hreint yndislegt hér í Pakkhúsinu og einstaklega margar skemmtilegar brúðkaupsveislur, ásamt því að óvenju mörg pör hafa látið gefa sig saman í húsinu. Við í Pakkhúsinu óskum þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni :).

More Galleries | Leave a comment

Kósý í Pakkhúsinu í skammdeginu.

Þorrinn á enda og við taka árshátíðir og fermingar, já, það er einatt hægt að búa til fallega veislu í Pakkhúsinu. Af sérstökum ástæðum er fermingarhelgin 5. og 6. apríl laus, endilega hafið samband í síma 865 6675 eða með tölvupósti gudrun@pakk.is.

1520643_690491824316798_191480284_n

Posted in Forsida | Leave a comment

Brúðkaupssumarið á enda, en rómantíkin í Pakkhúsinu er alltaf til staðar.

IMG_6005 (Medium) (3)

Ástin hefur svifið yfir vötnum í Pakkhúsinu í sumar og mikið um falleg brúðkaup. Sá merkilegi atburður átti sér stað hér í september þegar vígslan sjálf fór fram í húsinu. Við hjá Pakkhúsinu óskum öllum hinum glæsilegu brúðhjónum velfarnaðar í framtíðinni.

Nú er aftur farið að rökkva og þá nýtum við tækifærið, kveikjum á kertum og höfum það kósý í innbænum, fáum okkur rauðvínstár eða eðal-kaffi og jafnvel tökum nokkur vel valinn dansspor með. Mikið er bókað hjá okkur næstu mánuði en þó er alltaf eitthvað laust. Til að fá frekari upplýsingur um salinn er hægt að hafa samband við okkur gegnum síðuna eða hringja í Guðrúnu í síma 865 6675.

Posted in Forsida | Leave a comment

Mikið líf í Pakkhúsinu.

Margt skemmtilegt er framundan í Pakkhúsinu á næstu misserum. Veisluhöld, fermingar, brúðkaup og tónleikar ásamt myndlistasýningum. Salurinn hentar einkar vel undir myndlistasýningar og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Staðsetning hússins er einnig tilvalin fyrir sýningar þar sem húsið er stutt frá miðbænum í hjarta innbæjarinns og mikið af fólki hér um,  sérstaklega á björtum sumardögum. Það er ósk okkar hér í Pakkhúsinu að húsið verði iðandi af listalífi, og geti þar með verið flott viðbót við það menningarlega starf sem á sér stað hér á Akureyri.

Þessi mynda var tekin þegar hún Æja, Þórey Magnúsdóttir, hélt hér sýninguna “Milli blárra fjalla” sl.sumar.

mg_9995

Posted in Forsida | Leave a comment

Fjáröflun fyrir Aflið – allar konur velkomnar :)

Kertaljós og kósý, salsasveifla, söngur, stuð og hlátur í PAKKHÚSINU föstudagskvöldið 14.desember kl.21.00-24.00.
Komdu..og taktu stelpurnar með þér, líka ömmu þína og frænku, mömmu og tengdamömmu og allar þær flottu konur sem eru í kringum þig. Þetta verður yndislegt kvöld þar sem gleðin, hláturinn og stemningin mun taka völd. Eðal skemmtikraftar munu koma og eyða með okkur stelpunum yndislegri kvöldstund svona rétt fyrir jól. En ekki gleyma samt stuðinu, því það verður þar líka.
Stelpurnar í AFLINU vinna svo flott starf, og við ætlum að mæta og styrkja þeirra starfsemi, en auðvitað rennur allur ágóði beint til þeirra og allir sem einn gefa störf sín. Vífilfell sér til þess að ylja á okkur kroppinn í skammdeginu og býður uppá léttar veitingar en konum er einnig frjálst að hafa meðferðis allra þá drykki sem þær lystir (líka rautt og hvítt). Mikið verður þetta gaman. Uppákoman er öllum opin en hún er einungis auglýst kvenna á milli og svo á veraldarvefnum. Aðgangseyrir er 2.000 (aldurstakmark 18 ár).

Posted in Forsida | Leave a comment

“Baðstofan” í Pakkhúsinu

Mikið hefur verið um að vera í Pakkhúsinu undanfarið og mikið líf í húsinu. Kvæðamannafélagið Geysir var með yndislega tónleika í nóvember þar sem baðstofu stemninginn sveif yfir vötnum. Einnig hafa verið haldnir nokkrir fundir og námskeið ásamt öðrum viðburðum.

 

Posted in Forsida | Leave a comment

Jónheiður sýnir.

Næstkomandi laugardag opnar Jónheiður Kristjánsdóttir (Heiða) mjög fallega sýningu í Pakkhúsinu sem ber heitið “Haustflæði”. Sýningin opnar kl.15, verið hjartanlega velkomin.

Posted in Forsida | Leave a comment