Mikið líf í Pakkhúsinu.


Margt skemmtilegt er framundan í Pakkhúsinu á næstu misserum. Veisluhöld, fermingar, brúðkaup og tónleikar ásamt myndlistasýningum. Salurinn hentar einkar vel undir myndlistasýningar og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Staðsetning hússins er einnig tilvalin fyrir sýningar þar sem húsið er stutt frá miðbænum í hjarta innbæjarinns og mikið af fólki hér um,  sérstaklega á björtum sumardögum. Það er ósk okkar hér í Pakkhúsinu að húsið verði iðandi af listalífi, og geti þar með verið flott viðbót við það menningarlega starf sem á sér stað hér á Akureyri.

Þessi mynda var tekin þegar hún Æja, Þórey Magnúsdóttir, hélt hér sýninguna „Milli blárra fjalla“ sl.sumar.

mg_9995