Brúðkaupssumarið á enda, en rómantíkin í Pakkhúsinu er alltaf til staðar.


IMG_6005 (Medium) (3)

Ástin hefur svifið yfir vötnum í Pakkhúsinu í sumar og mikið um falleg brúðkaup. Sá merkilegi atburður átti sér stað hér í september þegar vígslan sjálf fór fram í húsinu. Við hjá Pakkhúsinu óskum öllum hinum glæsilegu brúðhjónum velfarnaðar í framtíðinni.

Nú er aftur farið að rökkva og þá nýtum við tækifærið, kveikjum á kertum og höfum það kósý í innbænum, fáum okkur rauðvínstár eða eðal-kaffi og jafnvel tökum nokkur vel valinn dansspor með. Mikið er bókað hjá okkur næstu mánuði en þó er alltaf eitthvað laust. Til að fá frekari upplýsingur um salinn er hægt að hafa samband við okkur gegnum síðuna eða hringja í Guðrúnu í síma 865 6675.