Myndlistasýningar


Pakkhúsið hentar vel til myndlista- og listaverkasýninga, með sérhannaðri lýsingu og upphengibrautum.

Salurinn leigist út 2 vikur í senn en möguleiki er á að láta sýningar standa  lengur eða skemur er það.

Hægt er að leigja salinn með umsjónarmanni sem situr yfir sýningum. Á meðan á sýningu stendur er húsið til útleigu fyrir veislur og fundi, en aldrei á opnunartíma sýningar – nema um annað sé samið. Húsið er leigt út með umsjónarmanni og einungis fyrir hóflegar veislur.