Fjáröflun fyrir Aflið – allar konur velkomnar :)

Kertaljós og kósý, salsasveifla, söngur, stuð og hlátur í PAKKHÚSINU föstudagskvöldið 14.desember kl.21.00-24.00. Komdu..og taktu stelpurnar með þér, líka ömmu þína og frænku, mömmu og tengdamömmu og allar þær flottu konur sem eru í kringum þig. Þetta verður yndislegt kvöld þar sem gleðin, hláturinn og stemningin mun taka völd. Eðal […]


„Baðstofan“ í Pakkhúsinu

Mikið hefur verið um að vera í Pakkhúsinu undanfarið og mikið líf í húsinu. Kvæðamannafélagið Geysir var með yndislega tónleika í nóvember þar sem baðstofu stemninginn sveif yfir vötnum. Einnig hafa verið haldnir nokkrir fundir og námskeið ásamt öðrum viðburðum.  


Jónheiður sýnir.

Næstkomandi laugardag opnar Jónheiður Kristjánsdóttir (Heiða) mjög fallega sýningu í Pakkhúsinu sem ber heitið „Haustflæði“. Sýningin opnar kl.15, verið hjartanlega velkomin.


Síðasta sýningarhelgi Billu „Æskuminningar úr Innbænum“

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýninguna hennar Billu „Æskuminningar úr Innbænum“ en sýningin mun vera opin laugardag og sunnudag frá 14.00-17.00. Billa verður sjálf á staðnum svo við hjá Pakkhúsinu hvetjum Akureyringa til að kíkja í kaffi til okkar og skoða þessa yndislegu sýningu.