Útleiga á sal


Húsið er ný-uppgert og er öll aðstaða til fyrirmyndar fyrir hverskyns veislur og fundi. Salurinn er 80-100 manna.

Hægt er að leigja salinn einan og sér, og fólki er frjálst að hafa meðferið þá drykki og mat sem það óskar. Einnig tökum við að okkur skipulagningu og undirbúning fyrir allar veislur, sem og veislustjórn.

Salurinn hentar einnig vel fyrir fundi/málþing/ráðstefnur en á staðnum er skjávarpi og tjald. Salnum fylgir leirtau og kertastjakar.

Salurinn er ætlaður til málverka- og listaverkasýninga, svo stundum eru sýningar uppi þegar salurinn er leigður út en einnig hentar salurinn einkar vel undir hljómleikahald.

Salurinn leigist með umsjónarmanni sé þess óskað en veisluhöld takmarkast við kl. 23:00 á virkum dögum og til kl. 01:00 um helgar.